Gardínuframleiðsla, skautar og einn dauður fiskur

Hæ,

Ég er búinn að hafa það fínt upp á síðkastið, en neita því ekki að stress er orðið nokkuð mikið enda bara 38 dagar í skil.
Síðustu viku vann ég hjá Faber gardínu eða gluggatjaldaframleiðanda í bæ hérna ekki langt frá. Vinnan fín og gaman að sjá hvernig þessar gardínur eru búnar til. Ég fékk að koma að svona flestum sviðum þarna.
Ég mun vinna þarna í tvo daga í þessari viku og svo hætti ég allri vinnu, ef Guð og lánadrottnar leyfa, í nóvember og reyni að koma þessu gæluverkefni á prent.

Á laugardag fórum við á skauta. Dorte skellti sér með okkur og það var ferlega gaman. Alexander taldi samviskusamlega hringina sína og fór eina 32 hringi sem þýðir að ég borgaði einungis 40 danska aura á hringinn. Nokkuð vel sloppið. Dísa var ansi óörugg, en var farin að standa nokkuð vel undir það síðasta. Matthías fannst þetta ferlega gaman, en bakið hjá pabba var ansi lúið eftir nokkra hringi með piltinn.
Svo skelltum við okkur heim í nýbakað sjónvarpsköku og þá var kökuneysla í viku 42 fullkomnuð. Ég hef ekki komist í eins mikið bakkelsi á eins skömmum tíma þökk sé svona helst henni Sólrúnu. Talandi um bakstur þá gerði sólrún líklega bestu súkkulaðiköku sem ég hef komist í og ég er viss um að hún toppar frönsku kökuna hans Mumma, en ég er tilbúinn að smakka hana ef hann býður mér til New York...Mummi...Mummi...MUMMMI!!!

Ég er að passa tvo fiska fyrir nágranna minn hérna á þarnæstu hæð fyrir neðan. Núna rétt áðan tók ég eftir því að annar fiskurinn var svona fullrólegur í hreyfingum...eiginlega bara alveg slakur...eiginlega bara alveg dauður!!! Ég er alveg miður mín. Ég veit ekki hvað ég hef gert rangt. Fylgdi öllum leiðbeiningum...held ég, en ég þarf að taka þung skref í dag þegar ég skila fiskabúrinu og 50% fiskfall.

Jæja kæru lesendur ég ætla að stoppa hér.

Arnar Thor

Ummæli

Mummi sagði…
Ég hef fulla trú á frönsku súkkulaðikökunni minni - Á reyndar í vandræðum með að fá hana góða hérna megin Atlantshafs í amerískum gasofnum sem bjóða bara uppá undirhita.
Flugmiðinn verður sendur via Express Mail um leið og ég slæ í gegn hérna í stórborginni ok?
Arnar...Arnar... ARNNNAR ?
Nafnlaus sagði…
Er ekki bara spuring um að kaupa annan fisk? Er nokkur munur??? Geri það alltaf og krakkarnir fatta ekkert :-/
Hilsen Munda
Addý Guðjóns sagði…
Hehehe...
Skelfing hlýtur fiskgreyinu að hafa leiðst!
Játa mig seka og viðurkenni hér með að ég hef líka lent í svipaðri aðstöðu. Reyndi að kaupa nýjan fisk, en það virkaði ekki! Barnið sem átti fiskinn fékk kött í staðinn.
Verði þér súkkulaðikakan að góðu!

Vinsælar færslur